Pappírslaus verkstaður eykur arðsemi fyrirtækja

JTV sérhæfir sig í nýbyggingum, viðhaldi og stjórnun framkvæmda. Fyrirtækið notar lausnir sem lágmarka pappírsnotkun, auka líkur á hagnaði og hafa bætt stjórnun verkefna.

25 September 2023
Vönduð kostnaðaráætlun skiptir máli Jónas Halldórsson, framkvæmdastjóri JTV, segir að fyrirtækið byggi á langri reynslu úr framkvæmdageiranum, þar sem meðal annars gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana sé veigamikill þáttur. „Með áætlun sem byggð er á þekkingu og reynslu minnka líkurnar á óvæntum uppákomum í ferlinu,“ segir hann og bætir við að gerð kostnaðaráætlana sé vandasamt verk.