Þjónusta á öllum stigum framkvæmda
JTV veitir víðtæka þjónustu sem öll á það sammerkt að stuðla að því að færasta leiðin sé farin hverju sinni.
Verkefna- og hönnunarstjórnun
Skilvirk útboðsferli
Bjóðum út verkin og veljum tilboð sem samræmist best hugmyndum um verð, gæði og tímaramma.
Áætlanagerð
Við sjáum um gerð og framfylgd áætlana, t.d. hönnunar-, tíma-, fjárhags- og verkáætlana.
Reglulegt yfirlit yfir stöðuna
Við höldum öllum upplýsingum uppfærðum þannig að verkkaupi sé vel upplýstur um stöðu verksins.
Virkt eftirlit
Við sjáum vandamálin fyrir og mætum þeim með snjöllum og hagkvæmum lausnum og aukum þannig öryggi og gæði.
Byggingarstjórnun
Gæðaeftirlit
Við fylgjumst með hverju stigi framkvæmda til að tryggja gæði.
Örugg hagsmunavarsla
Sem faglegur fulltrúi verkkaupans gætum við hagsmuna hans gagnvart öllum sem koma að verkinu.
Áhættugreiningar og öryggismál
Við gætum fyllsta öryggis í öllum verkefnum. Við gerum úttektir á öryggismálum á verkstað auk víðtækrar áhættugreiningar fyrir framkvæmdina.
Ráðgjöf
Alhliða ráðgjöf við framkvæmdir
Við veitum alhliða ráðgjöf á öllum stigum framkvæmda sem tryggir góða yfirsýn yfir hvaða skref þurfi að taka næst og hvernig er best að skipuleggja þau fram í tímann.
Þarfagreining
Við hjálpum viðskiptavinum okkar að skilgreina markmið og væntingar um fyrirhugaðar framkvæmdir.