Öflugt teymi er grunnurinn að góðum verkum
Markmið okkar allt frá stofnun 2017 er að vera leiðandi fyrirtæki í framkvæmdageiranum.
Kjörorðið okkar er: Brautryðjendur í byggingum!
Um JTV
Við veitum sérhæfða þjónustu á sviði framkvæmda- og verkefnastjórnunar byggingaverkefna. Verkefnastjórar okkar búa yfir verkfræðiþekkingu, auk mikillar reynslu úr framkvæmdageiranum, enda hafa þeir gegnt lykilstöðum í stjórnun og rekstri margra stórra verkefna í gegnum tíðina.
Starfsfólk
JTV samanstendur af öflugu teymi stjórnenda og við leggjum kapp á að veita viðskiptavinum góða og trausta þjónustu. Við erum vel í stakk búin að stýra hvers konar verkefnum og framkvæmdum, óháð stærð og umfangi. Rík áhersla er lögð á gott utanumhald og eftirfylgni með verkefnum.
Þjónusta
Stjórnendurnir okkar búa yfir þekkingu á öllum sviðum framkvæmda. Við leggjum mikið upp úr aðferðum sem lágmarka framkvæmdatíma og kostnað.
Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu, þar á meðal stýriverktöku, þróun verkefna, hönnunarstjórn, framkvæmdaráðgjöf og gerð verk- og kostnaðaráætlana.