Um er að ræða nýbyggingu á íbúðarkjarna í Fossvogi. Húsið er hannað sem sambýli og á grundvelli algildrar hönnunar. Kjarninn inniheldur sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk og önnu stoðrými. Lóðin er alls 3.118 fermetrar og brúttóstærð húss 590,9 fermetrar. Húsið er einnar hæðar. Annarsvegar reistar steinsteypueiningar og hinsvegar reist trégrind. Klæðningar eru annarsvegar steinað yfirborð og hinsvegar timburklæðning úr lerki.