Seðlabanki Íslands ákvað að fara í skipulagsbreytingar á skrifsstofuhúsnæði sínu. Breytingar voru gerðar á innra skipulagi 1. hæðar og tengdum rýmum á jarðhæð ásamt breytingum á 2. hæð lágbyggingar. Helstu verk voru að þáverandi léttir veggir voru allir fjarlægðir svo einungis stóðu eftir staðsteyptir hlutar mannvirkis. Salernum var breytt og komið fyrir salerni fyrir hreyfihamlaða. Haft var að leiðarljósi að skapa gott vinnuumhverfi með bættri hljóðvist og lýsingu. Um var að ræða stórt verkefni sem þarfnaðist góðs skipulags og umsjónar, til að lágmarka röskun á starfi Seðlabankans. Okkar starfsfólk sáu um eftirlit og umsjón á verktíma.