Arnarsmári 36-40 er fjölbýlishús á 3.-4. hæðum, auk kjallara. Alls eru 40 íbúðir í byggingunni. Í kjallara eru þrjár íbúðir ásamt bílakjallara fyrir 22 bíla, geymslur og hjóla- og vagnageymslur, auk tæknirýma. Sérafnotareitir eru fyrir sjö íbúðir. Undirstöður, botnplata og gólfplötur eru staðsteyptar. Allir útveggir og hluti innveggja eru einnig staðsteyptir. Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með álklæðningu. Léttir innveggir eru ýmist hlaðnir eða gifsveggir. Svalir og stigar á milli hæða eru forsteyptar einingar. Þakplötur eru staðsteyptar. Þökin eru heit þök, með ásoðnum pappa, XPS einangrun með vatnshalla sem er tekinn í steypu. Í burðarvirki bílakjallarans eru notaðar kúluplötur í þakplötuna.