Lagður var nýr göngustígur og settur upp útsýnispallur í friðlandinu við Gullfoss. Lagður var bráðabirgðastígur samhliða þáverandi stíg frá Gullfoss-kaffi. Að því loknu var þáverandi stígur fjarlægður, sem var úr trefjaplasti á forsteyptum undirstöðum. Nýi stígurinn var staðsteyptur og með honum voru sett niður "skiltatorg" ásamt stálstiga. Stálstiginn tengir saman Gullfoss-kaffi og neðra svæði. Að þessu loknu var byggður útsýnispallur úr stáli á staðsteyptum undirstöðum í stað þáverandi trépalls. Pallurinn tengist nýja göngustígnum. Um er að ræða friðað og sögufrægt svæði. Þurfti því að vanda til verks. Starfsmenn okkar gerðu það og framkvæmdu ábyrga verkstjórn frá byrjun verks til loka. Til að mynda var sett upp umferðastjórnun í ákveðnum áföngum verksins til að tryggja öryggi þeirra sem þvera þar umferð vinnutækja.