Garðabær ákvað að fara í miklar endurbætur á Vífilstaðavegi og Hafnarfjarðavegi árið 2019. Verkinu var skipt upp í tvo áfanga. Fyrsti áfangi, frá hringtorgi Vífilsstaðavegs að Hafnarfjarðarvegi og var unnið í honum árið 2020. Einnig var þá endurnýjað rafmagn við Vífilsstaðaveg og lögð ídráttarrör ásamt því að hitaveitan var endurnýjuð. Seinni áfanginn var frá gatnamótum Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar að Lynghásli ásamt undirgöngum. Framkæmdir kláruðust að meiri hluta haustið 2021. Aðeins átti þá eftir að klára við undirgöngin.