Alþjóðaskólinn á Íslandi hefur verið starfræktur frá árinu 2005. Nú hefur verið ákveðið að reisa nýja byggingu til að hýsa starfsemi skólans. Burðarvirki byggingarinnar verður steinsteypt, á steyptum grunni. Útveggir verða einangraðir að utan og klæddir með timburklæðningu. Yfir kennslustofum, skrifstofum, alrými, matsal og göngum verður loft opið upp, en yfir öðrum rýmum verður steinsteypt millilofts plata. Loftrýmið mun þjóna sem geymslur. Þakvirki verður ýmist borið uppi með HEB220 stálbitum, sem liggja þvert á milli veggja, eða steinsteyptum bitum. Þakið verður klætt með krossviði og bárujárni.